Störf í boði

Iceland Travel er leiðandi ferðaskrifstofa í móttöku erlendra ferðamanna á Íslandi og býður upp á hágæða þjónustu og breytt þjónustuúrval. Starfsmenn Iceland Travel eru lykillinn að velgengni félagsins.

Félagið byggir á árangursdrifnum starfsmönnum sem eru vel upplýstir, vel þjálfaðir, sýna frumkvæði og eru hluti af einni heild. Leitast er við að efla faglega þróun starfsmanna svo þeir geti sem best sinnt starfi sínu, ráði við þær breytingar sem kunna að verða í nánustu framtíð og fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi.

Lögð er áhersla á vandað starfsmannaval og við ráðningu er leitað að fólki með tiltekna hæfni, menntun, viðhorf og gildi. Starfsmenn þurfa að vera tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi.

Hjá Iceland Travel starfar úrvalshópur með sameiginleg skýr markmið, sem ber virðingu fyrir viðskiptavinum og samstarfsmönnum.

Um okkur
Gildin okkar
Samfélags og umhverfismál
Persónuvernd