Sérfræðingur við gerð neyðaráætlana

side photo

Icelandair leitar eftir að ráða sérfræðing við neyðaráætlanagerð (e. Emergency Response Planning) við höfuðstöðvar félagins í Reykjavík.

Um er að ræða breytt starfssvið sem snýr að því að stýra neyðaráætlanagerð, æfingum og undirbúningi aðgerðaáætlana vegna flugslysa. Starfið felur í sér mikil samskipti við starfsmenn, sem og önnur flugfélög og flugmálayfirvöld, þjálfun á kerfum og samskipaáætlunum, viðhald og umbótavinnu í ferlum, handbókagerð og vinnu í kerfum.

 

Helstu verkefni:

 • Umsjón viðbragðsteyma: mönnun, skjölun og þjálfun
  • Fjölbreytt teymi koma að viðbragðsáætlunum, allt frá tæknilegum undirbúningsteymum og flugsérfræðingum til áfallahjálpar og stuðnings við aðstandendur
 • Stöðug uppfærsla áætlana sem byggir á aðkomu ólíkra aðila, m.a. æfingar og niðurstöður þeirra; uppfærslur snúa að öllu frá minniháttar breytingum á orðalagi til stærri endurskoðana á aðgerðaáætlunum
 • Gerð og viðhald ferla innan deildarinnar
 • Samvinna og samskipti við birgja og þjónustuaðila vegna þjálfunar og samþættinga áætlana
 • Viðhald kerfa og viðbragðsbúnaðar
 • Samvinna við útstöðvar og flugvelli
 • Almenn aðstoð við rekstur deildar

Hæfnikröfur:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi eða sambærileg reynsla
 • Reynsla í viðbragðsáætlunum eða almannavörnum er æskileg
 • Góð íslensku og enskukunnátta er nauðsynleg
 • Þekking á MS Office kerfum og geta til að læra ný kerfi
 • Góð samskiptafærni
 • Framúrskarandi skipulagsfærni og geta til að vinna sjálfstætt
 • Hvati til þess að ná markmiðum og standa skil á verkefnum á tilsettum tíma

Vinna fer fram á hefðbundnum skrifstofutíma. Starfið krefst ferðalaga nokkrum sinnum á ári.

 

Nánari upplýsignar veita:
Stephanie Smith, Manager Emergency Response Planning, ssmith@icelandair.is

Kristján Pétur Sæmundsson, ráðningastjóri, kristjanpetur@icelandair.is

 

Umsóknir óskast ásamt ferilskrá og kynningarbréfi gegnum vefsíðu Icelandair eigi síðar en 22. september nk.