Cabin Crew - New Recruits 2020

side photo

***This role requires full professional proficiency in Icelandic***


Icelandair óskar eftir kraftmiklum einstaklingum í spennandi og krefjandi störf flugfreyja og flugþjóna í alþjóðlegu starfsumhverfi.

 

Við sækjumst eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að vinna í umhverfi þar sem öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. Mikilvægt er að starfsmenn vinni vel í teymum, séu lausnamiðaðir, þjónustulundaðir og hafi metnað til að ná árangri í starfi. Markmið starfsmanna Icelandair er að þjónusta viðskiptavini af vinsemd og jákvæðni svo að allar flugferðir verði að ánægjulegu ferðalagi.

Þannig tryggjum við að viðskiptavinir haldi áfram að velja Icelandair.

 

Hvað þarf til:

 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
 • Áhugi á og reynsla af þjónustustörfum er mikilvæg
 • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði, önnur tungumálakunnátta er mikill kostur
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Umsækjendur þurfa að vera líkamlega hraustir og vel á sig komnir*
 • Umsækjendur þurfa að hafa náð 21 árs aldri (fæddir 1998 eða fyrr)

 

Umsóknum þurfa að fylgja eftirfarandi gögn:

 • Afrit af vegabréfi í gildi
  • Mynd af númeri vegabréfs á þeirri síðu sem skjaldamerkið er
  • Mynd af blaðsíðu með undirskrift viðkomandi
  • Mynd af aðalsíðu vegabréfs
 • Afrit af hreinu sakavottorði, ekki eldra en 6 mánaða - hafi viðkomandi verið búsettur erlendis í meira en 5 mánuði á því tímabili, þarf sakavottorð að vera útgefið í viðkomandi landi
 • Hafi umsækjandi lokið grunnþjálfun flugfreyja og -þjóna (Attestation of Initial Training) er skal sótt um HÉR
 • Afrit af stúdentsskírteini eða öðrum sambærilegum prófskírteinum

 

Umsóknarfrestur:


Umsækjendur sem áður hafa sótt um störf hjá Icelandair eru beðnir um að sækja um á ný.

 

Icelandair geymir umsóknir í 2 ár frá móttöku nema umsækjandi óski annars sérstaklega.


*Áður en til ráðningar kemur þurfa umsækjendur að standast læknisskoðun samkvæmt reglugerð flugmálayfirvalda.