Störf í boði

Icelandair er metnaðarfullt og framsækið flugfélag sem býður upp á ferðir til og frá Íslandi og á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni félagsins en hjá félaginu starfa yfir 3000 einstaklingar í 10 löndum. Starfsemi Icelandair nær til yfir 40 áfangastaða.


Hjá Icelandair leggjum við áherslu á ástríðu, einfaldleika og ábyrgð í öllu sem við gerum. Lögð er áhersla á vandað starfsmannaval og við ráðningu er leitað að fólki með tiltekna hæfni, menntun, viðhorf og gildi. Við bjóðum upp á krefjandi og spennandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi.


Mannauðsstefna
Umhverfi
Samfélagsábyrgð
Persónuvernd